-
Kringlóttur útsaumshringur úr tré með góðum festingum, nauðsynlegt áhald fyrir þá sem sauma út. Mælt er með því að hringurinn sé vafinn með þunnri léreftsræmu eða t.d. teygjanlegri grisju sem fæst í apótekum. Þetta auðveldar vinnuna og heldur, sérstaklega þunnum, efnum betur strekktum og markar þau ekki. Það er mikilvægt að velja stærð útsaumshringsins í samræmi við verkefnið sem unnið er. Ef hringurinn er of lítill fyrir verkefnið fer mikill tími á að færa hringinn til og efnið getur skemmst.
-
Þráðaspjöld eru sérgrein SAJOU. Hér áður var engu hent, hver einasti spotti af útsaumsgarni, borðum og öðru geymt til að nota síðar. Til þessu eru þráðaspjöldin eða dúkkulísurnar hugsaðar. Þess vegna væri einnig hægt að setja hárteygjur utan um þau eða annað sem ykkur dettur í hug.
Á dúkkulísunum er gert ráð fyrir að einni tegund sé vafið fyrir neðan og einni fyrir ofan með beltið á milli. Í boði eru stelpur í sumarkjólum og í köflóttum kjólum. Efnið er þykkur litprentaður pappi sem bognar ekki auðveldlega. -
Stoppugarn og/eða útsaumsgarn. Garnið er úr 50% ull og 50% pólíamíd og er þannig nógu sterkt í sokka- og peysuviðgerðir en hentar einnig í útsaum. Magn: 10 m á spjaldi (40 m ef þráðurinn er notaður einfaldur). Þráðurinn er fjórfaldur og auðvelt að kljúfa eftir grófleika þess sem á að sauma. Margir litir í boði.