• Höfundur: Heidi Kaiser, Babette Ulmer, Britta Kremke
    Útgefandi: Kremke Handelsgesellschaft
    Mjúkspjalda | 35 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 85 g  Stærð:  210 x 147 mm
  • Höfundur: Andie Solar Útgefandi: C&T Publishing (2020)
    Mjúkspjalda | 112 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 410 g | Mál: 203 x 254 mm Punch Needle bókin dregur nafn sitt af áhaldinu sem notað er við þessa tegund af útsaumi. Grófri nál, sem er hol að innan, og með skafti er þrýst í gegnum vel strekkt efni, hæfilega gisið svo nálið komist í gegnum efnið, en nógu þétt ofið svo það haldi vel við garnið. Þráðurinn liggur í gegnum holu nálina og hægt er að mynda lykkjur með garninu eða klippa þær upp og mynda flos. Höfundurinn Andie Solar sýnir með vinnulýsingum aðferðina og 13 litrík og vel útfærð verkefni á mismunandi erfiðleikastigum. Perfect for absolute beginners and the projects are kid-friendly. Hér er sýnishorn af innihaldi bókarinnar: Search Press
  • Þetta námskeið hefur verið sett á bið. Ef þú hefur áhuga á að fylgjast með þegar það fer í gang aftur sendu okkur þá línu á [email protected]. 3 skipti – Þriðjudagar kl. 18-20 Prjón fyrir byrjendur  - English below Námskeiðið er fyrir alla sem eru byrjendur eða hafa smá reynslu eða vilja rifja upp grundvallaratriði. Garn er innifalið þið getið valið um mismunandi tegundir og liti. Althea Wetter fer í gengum ferlið að prjóna ennisband og frágang á því. Ef vel gengur þá verður hún með annað verkefni ef þarf. Námskeiðið er fyrir íslensku-, þýsku- og enskumælandi og kennir á þeim tungumálum ef þarf. Farið verður í:
    • Val á garni og prjónum
    • Uppfitjun
    • Slétt prjón
    • Brugðið prjón
    • Affelling
    • Frágangur
    Verð: 15.000 kr. (garn innifalið) ===================================================================== This class is on hold. If you are interested in getting information when it starts again please send us an email: [email protected]. Knitting for beginners This class is for beginners and those that haven't knitted for a while and want to revisit the technique. Yarn is included in a quality and colour of your choice. Althea Wetter will teach you to knit a headband og finish it. If you are a fast knitter she will have another project ready for you. Althea speaks Icelandic, German and English and teaches in those languages as needed. You will learn:
    • To choose yarn and needles
    • To cast on
    • To knit (continental style)
    • To purl (continental style)
    • To cast/bind off
    • To weave in ends
    Price: 15.000 kr. (yarn included)
  • Höfundur: Gréta Sörensen Útgefandi: Forlagið (2021) Mjúkspjalda | 271 bls. Tungumál: Íslenska Þyngd: 960 g Prjónabiblían er einstök íslensk uppflettibók um prjóntækni og jafnframt hugmyndavaki fyrir munsturgerð og prjónahönnun, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Í fyrri hluta bókarinnar er farið ítarlega yfir öll grunnatriði í prjóni, meðal annars mismunandi aðferðir við að fitja upp, auka út, fella af og ganga frá. Tækni og handbragði við hvers konar prjónaskap, einfaldan og flókinn, er vandlega lýst, hugtök eru útskýrð, kennt að lesa uppskriftir og fjallað um ótal önnur atriði sem gagnlegt er að kunna skil á. Einnig er rætt um garntegundir og ólíka eiginleika þeirra.
    Í síðari hlutanum eru eitt hundrað útprjónsmunstur sem ættu að geta orðið öllu prjónaáhugafólki óþrjótandi brunnur hugmynda til að hanna og skapa eigin útfærslur. Fjölmargar skýringarmyndir og ljósmyndir prýða bókina og eiga ríkan þátt í að gera hana að ómissandi grundvallarbók fyrir alla sem hafa ánægju af að prjóna. Gréta Sörensen útskrifaðist úr textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1983 og með MFA í textílhönnun frá Konstfack í Svíþjóð árið 1993, með áherslu á prjónahönnun. Hún hefur unnið við hönnun á hand- og vélprjóni og einnig við kennslu.
  • Stakar lykkjukrækjur, setjið í körfu 1 = 10 merki = 250 kr 2 = 20 merki o.s.frv. Blandaðir litir, setjið í athugasemd við pöntum ef þið viljið einhverja liti frekar en aðra.
  • Mjög langar nálar með beittum oddi til að nota við dýnusaum eða annað þar sem þarf að stinga í gegnum þykkt lag af efnum. Lengd 20 cm - 2 stk. í pakka.
  • Endurskinsþráður fyrir prjón eða hekl. Lagður með garni t.d. neðst á húfu. Nokkrar umferðir gera gagn. Þráðurinn er flatur, 0,5 mm á breidd - 50 m á kefli.
  • Endurskinsþráður fyrir prjón eða hekl. Lagður með garni t.d. neðst á húfu. Nokkrar umferðir gera gagn. Þráðurinn er flatur, 1 mm á breidd - 25 m á kefli.
  • Stika fyrir bútasaum. Mælieiningar í tommum! Stærð: 6 x 12 tommur.
  • Stika fyrir bútasaum. Mælieiningar í tommum! Stærð. 6 x 6 tommur (hver tomma er 2,54 cm).
  • Öryggisnælur - 3 stærðir 27, 38 og 50 mm - 18 stk./pk.
  • Öryggisnælur - 3 stærðir 34, 41 og 48 mm - 1o stk./pk.
  • Öryggisnælur - 34 mm - 16 stk./pk.
  • 11 mm smellur, króm, til að sauma á. 12 stk./pk.
  • 13 mm smellur, silfurlitar til að sauma á. Þessar smellur hafa líka verið notaðar á litlar peysur. 6 stk./pk.
  • 9 mm smellur, silfurlitaðar til að sauma á. 12 stk./pk.
  • 11 mm smellur, svartar til að sauma á. 12 stk./pk.
  • 13 mm smellur, svartar til að sauma á. Þessar smellur hafa líka verið notaðar á litlar peysur. 6 stk./pk.
  • 9 mm smellur, svartar til að sauma á. 12 stk./pk.
  • Teygjuþráður fyrir prjón eða hekl. Lagður með garni t.d. í hálslíningu eða stroff. Fíngerður þráður - 200 m á kefli.
  • Títuprjónar úr stáli með glerhaus - 30 x 0,6 mm (extra fine) - 20g /pk.
  • Höfundur: Marie-Hélène Jeanneau Útgefandi: Search Press (2021)
    Mjúkspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 630 g | Mál: 216 x 280 mm Falleg og nytsamleg bók fyrir þau sem vilja læra útsaumstækni þar sem þræðir eru dregnir úr jafnþráða jafa og saumað í kring til að búa til mynstur eða falda. Margar góðar skýringarmyndir.
  • Höfundur: Kaffe Fassett
    Útgefandi: Taunton Press (2019)
    Mjúkspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 730 g | Mál: 220 x 280 x 12,7 mm Hér eru 20 frábær bútateppi frá Kaffe Fassett þar sem einstöku efnin eru notuð. Teppin eru öll mynduð í litlu þorpi í Wales.  Bókin fer með þig í ferðlag aftur í tímann enda heitir hún Romance. Teppin eru hönnuð af honum og útfærð af þeim þekktu Lizu Prior-Lucy, Pauline Smith og Robert Horton auk Kim McClean, sem er ástralskur bútasaumskennari og hönnuður. Góðar leiðbeiningar fylgja í máli, myndum, teikningum og sniðum. Að auki deilir Kaffe Fassett með lesendum góð ráð eftir 30 ára reynslu í bútasaumi.  
  • Höfundur: Kaffe Fassett
    Útgefandi: Taunton Press Inc (2020)
    Mjúkspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 680 g | 220 x 280 x 15,24 mm 

    Kaffe Fassett's Quilts in Burano : Designs inspired by a Venetian island

    Kaffe Fassett notar hér litríka eyju í Feneyjum; Burano sem bakgrunn fyrir þessa bók. Hér eru 19 bútateppi í anda Kaffe Fassett, hins vinsæla hönnuðar. Litrík húsin á eyjunni voru inspírasjónin Kaffe Fassett's Quilts in Burano eru góðar leiðbeiningar með texta, teikningum, myndum og sniðum. Hann notar eingöngu sín eigin efni í teppin, en þar er úrvalið svo mikið að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. HÖFUNDUR: Kaffe Fassett er fæddur í San Francisco en hefur búið í Bretlandi flest sín fullorðinsár. Allir bútasaumarar þekkjahann og líka áhugafólk um prjón og útsaum eða almennt um textílhönnun, því hann er fremstur á meðal jafningja á öllum þessu sviðum. Hann hefur verið beðinn um að hanna fyrir bresku konungsfjölskylduna, ameríska fatahönnuði, the Royal Shakespeare Company svo fátt eitt sé nefnt. Fjöldinn allur af bókum hefur komið út eftir hann, flestar um bútasaum en einnig prjón og útsaum.
Go to Top