Að skipta um garntegund

Stundum er garnið sem gefið er upp í uppskrift ekki lengur framleitt eða það fæst ekki á landinu. Þá er hægt að skoða hvort annað garn geti ekki komið í staðinn. Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að garn hefur mismunandi eiginleika, áferð og þyngd sem hefur áhrif á útkomuna. Mismunandi vefjarefni hafa eðlilega mismunandi eiginleika eins og t.d. ull, bómull eða silki. En það geta líka verið mismunandi eiginleikar á garni

By |2022-04-06T14:21:49+00:0028. nóvember 2013|Pistlar & greinar|

Hvað þýðir enska orðið ply?

Breytt hugtakanotkun Áður fyrr var garn spunnið í fínan þráð sem var þá einband eða einspinna (single ply á ensku). Ef óskað var eftir grófara bandi voru tveir þræðir snúnir saman eða tvinnaðir og þá var komið tvíband eða tvinnað band (2-ply). Þá skildi fólk auðveldlega að tvinnað band var fínna en þrinnað (3-ply) eða fjórfalt (4-ply). Í dag hefur garnframleiðsla breyst mikið og fjölbreytileiki á garni aukist þannig að það á ekki lengur við

By |2022-04-05T15:13:10+00:0028. nóvember 2013|Pistlar & greinar|

Úr hverju er garnið?

Vefjarefnin eru ýmist úr náttúrunni eða manngerð eða blanda af þessu Garn er framleitt úr alls konar trefjum / þráðum úr dýra- og jurtaríkinu.  Af dýrum fáum við nokkrar tegundir af ull t.d. lambsull (lambswool, merino wool), geitaull (mohair), angóruull eða fiðu (af kanínum), kasmírull (af angórugeitum), lamaull (af lamadýrum), alpakaull (af alpakadýrum) og kamelull (af kameldýrum). Listinn er engan veginn tæmandi. Silki er einnig úr dýraríkinu unnið úr þráðum sem lirfa mórberjafiðrildisins spinnur utan

By |2022-04-06T14:33:36+00:0028. nóvember 2013|Pistlar & greinar|

Title

Go to Top